17. júlí 2008 - Netverslunin Prenta út

"Alveg að verða tilbúin" endaði í 4ra vikna vinnu, reyndar ekki stanslausri. Internetið er búið að vera að stríða mér, tölvan tók upp á því að hegða sér illa og fleira skemmtilegt. Bræður mínir eiga þakkir skildar fyrir aðstoðina, bæði við að koma upp heimasíðunni og við vinnu tengda netversluninni.

En það er loksins komið að því. Hér með lýsi ég því yfir að Netverslun Prjónakonunnar hefur verið opnuð!

Sendingarkostnaður er innifalinn í verði vörunnar. Til að byrja með verður eingöngu hægt að greiða með millifærslu eða í gegnum póstkröfu, og fellur þá póstkröfukostnaðurinn á viðtakanda.