3. júní 2009 - Námskeið, námskeið og fleiri námskeið. Prenta út

Í þetta sinn var ég ekki að kenna heldur var ég að auka við þekkingu mína og undirbúa ný námskeið sem verða í boði frá og með haustinu. Ég skellti mér til Ameríku á nokkurskonar prjónaráðstefnu sem heitir Stitches. Stitches hefur verið haldið í fjölda mörg ár og í ár bættist Stitches South, haldið í Atlanta, GA, í hópinn. Fyrir hafa verið Stitches East, Stitches West og Stitches Midwest, auk Camp Stitches.

 

Námskeiðin sem ég skellti mér á voru:
Don't Fear Lace, kennari: Debbie Radke
Shetland Shawls, kennari: Joan Shrouder
Thinking Outside the Rectangle, kennari: Sandy Rosner
Creative Wraps and Shawls to Your Porportion, kennari: Susan Lazear

 

Auk námskeiðanna er markaðstorg á staðnum þar sem eru samankomnir heildsalar, framleiðendur, garnbúðir, einstaklingar með smáframleiðslu og fleira. Það var ofboðslega gaman að sjá allt handlitaða garnið sem er í boði, auk nýrra garntegunda (t.d. sá ég eitt úr mjólkurprótíni og annað úr kornhyski) og allskyns smáhluta (og stærri hluta) sem gott er að hafa við hendina í prjónaskapnum. Ég er komin með tengiliði og hugmyndir að fleiri hlutum til að bjóða uppá í netversluninni svo það er spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.