23.10.2008 - Fátæklegt á lagernum Prenta út

Jæja, þá er eitthvað orðið fátæklegt af algengustu hlutunum á lager hjá mér. Stóru tré settin eru alveg búin en enn er eitthvað til af málm settunum og litlu settunum. Eins eru 60 og 100 cm snúrurnar alveg búnar, en nóg til af hinum þremur stærðunum.

Stefnan er að senda út pöntun eins fljótt og ég get en við vitum öll hvernig staðan er með gjaldeyrisviðskipti þessa dagana þannig að það getur einhver töf orðið á því að nýjar vörur komi inn. Ég vona að þið sýnið mér biðlund og takið tillit til aðstæðna.

Af góðum fréttum get ég sagt ykkur að Knit Picks prjónarnir eru komnir í sölu í Skrínunni á Selfossi og Handavinnuhúsið í Borgarnesi auk þess sem Nálin er með þá eins og áður.

Kreppukveðjur, Elín.