19. júní 2008 - Netverslunin  Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Tafir hafa verið á því að netverslunin komist í gagnið en ég vonast til að allt verði klárt fyrir 23. júní 2008.

Ég get glatt ykkur með því að Knit Picks hefur aukið við vörufjöldann hjá sér og eru beinir prjónar og heklunálar úr birkinu væntanleg fljótlega. Einnig á ég von á hesputrjám og vírum til að nota þegar verið er að strekkja út blúnduprjón. Svo er aldrei að vita hvað fleira slæðist með, ég er með augun opin og alltaf að skoða hvað er til.

Elín