Prjónað á vegum úti - frábær þáttaka  Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Frábær þáttaka var á fyrsta Prjónað á vegum úti deginum hér á Íslandi. Stór hópur safnaðist saman í Hallargarðinum í Reykjavík en einnig var haldið upp á hann í Vík í Mýrdal og á Vopnafirði.

Svo skemmtilega vildi til að dagurinn í ár var haldinn 14. júní sem er einmitt afmælisdagur Stephanie Pearl-McPhee, betur þekkt sem The Yarn Harlot í bloggheimum og varð hún fertug. Af því tilefni var tekin mynd með afmæliskvæðju til hennar og hún send - það er aldrei að vita hvort hún muni birtast á blogginu hennar næstu daga, en hér er hún fyrir okkur hin.

Happy Birthday Stephanie

Fréttafólk var á staðnum og kom smá klausa og myndir á mbl.is auk þess sem mynd og texti birtust á forsíðu Fréttablaðsins sunnudaginn 15. júní.  Ekki tókst þeim á Fréttablaðinu betur til en svo að textinn með myndinni eignar Nálinni heiðiurinn af samkomunni. Nálin, auk annarra garnbúða og prjónaklúbba, áframsendi auglýsingu um Prjónað á vegum úti daginn, en þetta er alþjóðlegur dagur og það erum við prjónafólk sem stóðum fyrir því að komið var saman í Hallargarðinum undir forystu Ilmar. Hins vegar stóður þær sig vel í Nálinni og gengu, ásamt viðskiptavinum, frá versluninni og í Hallargarðinn.

Hér eru myndir frá viðburðinum í Vík í Mýrdal.

Hér eru myndir á síðunni Prjóna.net

Svo er hægt að skoða myndir og fá upplýsingar um Prjónað á vegum úti daginn á heimasíðunni Wold Wide Knit In Public Day.