24. maí 2010 - Vikurnar sem urðu að mánuðum

Jæja, vikurnar urðu að mánuðum og vinnunni er ekki lokið.

Ég stakk af til Bandaríkjanna í mánuð þar sem ég fór m.a. á Stitches South prjónaráðstefnuna. Þar kynntist ég ýmsum nýjungum auk þess sem ég sótti námskeið í bútaprjóni (e. entrelac) sem verður nýja kennsluefnið mitt. Þetta er hluti af þeirri vinnu sem ekki er lokið, ég er á fullu að prjóna prufustykki, taka myndir og svo þarf að skrifa lýsingar og leiðbeiningar.

Von er á einhverjum nýjungum í netverslunina þegar líða fer á haustið, ég er í samningaviðræðum við nokkra aðila um að fá að flytja inn og selja vörur frá þeim.

Kveðja,
Elín E