Skáskotinn - trefill eða langsjal  Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Skáskotinn - trefill eða langsjal
Höfundur: Elín Einarsdóttir

Fitjaðu upp 3 lykkjur.

 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónaðu eina umferð.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu 2 lykkjur.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónaðu eina umferð.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu 3 lykkjur.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónaðu eina umferð.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu 4 lykkjur. 
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónaðu eina umferð.

Haltu áfram að auka svona út í annarri hvorri umferð þar til tilætlaðri breidd er náð. Athugaðu að þar sem trefillinn/langsjalið er prjónað/-ur á ská þarftu að athuga breiddina þvert yfir stykkið en ekki lykkjufjöldann/breiddina á prjóninum. Þú munt þurfa MUN fleiri lykkjur en þú heldur.

Þegar breiddinni er náð heldurðu áfram að prjóna.

 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu heim að síðustu 3mur lykkjunum, prjónaðu 2 saman, prjónaðu síðustu lykkjuna.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu saman tvær lykkjur, prjónaðu út umferðina.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu heim að síðustu fjórum lykkjunum (2 lykkjur, bandið og síðasta lykkjan), prjónaðu 2 saman, prjónaðu 2.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu saman tvær lykkjur, prjónaðu út úmferðina.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu heim að síðustu fjórum lykkjunum, prjónaðu 2 saman, prjónaðu 2.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu saman tvær lykkjur, prjónaðu út umferðina.

Ástæðan fyrir því að 2 lykkjur eru prjónaðar saman tvisvar á sömu hlið er til að ekki verði útaukning þeim megin, eða að sú hlið verði bein upp. Fyrri tvær lykkjurnar sem prjónaðar saman er úrtaka, seinni tvær eru til að koma til móts við bandið sem slegið er um prjóninn.
Að sjálfsögðu er hægt að auka út ósýnilega (t.d. með því að prjóna í fremri og aftari fót lykkju nr 2) öðrumegin og prjóna bara einu sinni tvær lykkjur saman hinumegin.

Eftir að lengdinni er náð (eða garnið fer að klárast) hættirðu að slá bandinu um prjóninn þeim megin sem lykkjurnar tvær eru ekki prjónaðar saman.

 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónaðu heim að síðustu fjórum lykkjunum, prjónaðu 2 saman, prjónaðu 2.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu saman tvær lykkjur, prjónaðu út umferðina.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónaðu heim að síðustu fjórum lykkjunum, prjónaðu 2 saman, prjónaðu 2.
 • Taktu fyrstu lykkjuna óprjónaða, sláðu bandinu um prjóninn, prjónaðu saman tvær lykkjur, prjónaðu út umferðina.

Þegar 4 lykkjur eru eftir tekurðu fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónar saman tvær lykkjur og prjónar síðustu lykkjuna. Felldu síðustu 3 lykkjurnar af.