11. júlí 2009 - Nýjar og spennandi vörur

Í þessum skrifuðu orðum er verið að bæta inn nýjum og spennandi vörum í netverslunina. Meðal annars eru:
sjalaprjónar, þ.e. prjónar til að festa sjöl saman - ekki til að prjóna þau :)
handlitað garn, hver og ein hönk er einstök, hægt að fá garnið vafið í hnykil ef óskal er eftir
prjónamerki, skemmtileg ný prjónamerki, öðruvísi en hafa fengist hingað til

Einnig er á leiðinni ný sending af KnitPro vörum, viðbætur inná tóman lager auk nýjunga frá framleiðandanum.

Fljótlega má svo búast við enn frekari spennandi nýjungum sem ekki hafa sést áður hér á landi.

Kveðja,
Elín E.