5. september 2008 - Fleiri námskeið á Selfossi?  Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Vel tókst til með fyrstu tilraunina á að halda námskeið utan höfuðborgarsvæðisins. Prjónakonur á Selfossi eru greinilega alveg jafn nýjungagjarnar og þær á höfuðborgarsvæðinu og troðfylltu fyrstu tvö námskeiðin.

Nú er svo komið að ég er með biðlista fyrir þær sem hafa áhuga og þegar ljóst verður að nógu margar sýna námskeiðinu áhuga verður boðið upp á tvö námskeið til viðbótar. Endilega hafið samband og látið mig vita svo ég geti farið að finna dagsetningar fyrir næstu námskeið - framhaldið er í ykkar höndum.