Annað viðbótarnámskeið  Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Orðið er yfirfullt á viðbótarnámskeiðið laugardaginn 9. febrúar auk þess sem fullt er á upphaflega námskeiðið 12. febrúar. Í ljósi þess höfum við ákveðið að bjóða upp á annað viðbótarnámskeið sunnudaginn 10. febrúar milli kl 12.30 og 3.30. Ef þið hafið áhuga þá fer skráning fram í versluninni Nálinni á Laugarvegi eða í gegnum netfangið nalin hja nalin punktur is.