Velkomin á heimasíðu Prjónakonunnar
6. október 2008 - Breytingar á síðunni Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Eins og einhver ykkar hafa tekið eftir þá gerðist það fyrir helgina að einhverjir brandarakallar komust inná síðuna hjá mér og upp kom einhver leiðinda vitleysa þegar þið reynduð að skoða prjonakona.com. Ég tók þá ákvörðun að loka síðunni tímabundið, þ.e. taka niður innihaldið, og vinna í hlutunum. Vonandi hefur okkur tekist að koma í veg fyrir að fleiri brandarkallar geri skandala á síðunni.

Næstu daga verða ábyggilega áfram einhverjar smávægilegar breytingar og biðst ég velvirðingar á því.

Elín

 
16. september 2008 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Elin   
Föstudagur, 05 September 2008 22:05
Ný sending er komin og í henni eru heklunálarnar sem beðið hefur verið eftir, sem og stóru tré settin.
 
5. september 2008 - Fleiri námskeið á Selfossi? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Vel tókst til með fyrstu tilraunina á að halda námskeið utan höfuðborgarsvæðisins. Prjónakonur á Selfossi eru greinilega alveg jafn nýjungagjarnar og þær á höfuðborgarsvæðinu og troðfylltu fyrstu tvö námskeiðin.

Nú er svo komið að ég er með biðlista fyrir þær sem hafa áhuga og þegar ljóst verður að nógu margar sýna námskeiðinu áhuga verður boðið upp á tvö námskeið til viðbótar. Endilega hafið samband og látið mig vita svo ég geti farið að finna dagsetningar fyrir næstu námskeið - framhaldið er í ykkar höndum.

 
19. ágúst 2008 - Námskeið í Nálinni Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Búið er að setja niður námskeið í Nálinni 26. ágúst og 2. september. Skráning fer fram í Nálinni eða í gegnum netið: nalin hjá nalin punktur is.

Eins og venjulega þá er námskeiðið yfir tvö kvöld með viku millibili.

 
12. ágúst 2008 - Námskeið á Selfossi Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Þá fer að koma að því, námskeiðin eru að fara að byrja. Þegar er búið að skipuleggja námskeið á Selfossi (í Tryggvaskála) miðvikudagskvöldið 3. og 10. september.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og eins er hægt að fá allar nánari upplýsingar á sama stað.

Elín.

 
24. júlí 2008 - Þakka góðar viðtökur Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Netverslunin hefur hlotið góðar viðtökur og þakka ég fyrir það. Eitthvað er farið að minnka á lagernum hjá mér en það ætti að lagast fljótlega. Til viðbótar við það sem hefur verið til koma beinir tréprjónar í stærðum frá 3,5mm. Endilega fylgist með og sjáið það nýjasta frá Knit Picks þegar það kemur.

Kveðja,
Elín.

 
31. júlí 2008 - Ný blogg komin í listann Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Ég er búin að vera að bæta inn nýjum bloggum og prjónasíðum, endilega kíkið og sjáið hvað annað prjónafólk er að gera.
 
17. júlí 2008 - Netverslunin Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

"Alveg að verða tilbúin" endaði í 4ra vikna vinnu, reyndar ekki stanslausri. Internetið er búið að vera að stríða mér, tölvan tók upp á því að hegða sér illa og fleira skemmtilegt. Bræður mínir eiga þakkir skildar fyrir aðstoðina, bæði við að koma upp heimasíðunni og við vinnu tengda netversluninni.

En það er loksins komið að því. Hér með lýsi ég því yfir að Netverslun Prjónakonunnar hefur verið opnuð!

Sendingarkostnaður er innifalinn í verði vörunnar. Til að byrja með verður eingöngu hægt að greiða með millifærslu eða í gegnum póstkröfu, og fellur þá póstkröfukostnaðurinn á viðtakanda.

 
«ByrjaFyrra1234NæstaEndir»

Síða 2 af 4