Velkomin á heimasíðu Prjónakonunnar
Annað viðbótarnámskeið Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Orðið er yfirfullt á viðbótarnámskeiðið laugardaginn 9. febrúar auk þess sem fullt er á upphaflega námskeiðið 12. febrúar. Í ljósi þess höfum við ákveðið að bjóða upp á annað viðbótarnámskeið sunnudaginn 10. febrúar milli kl 12.30 og 3.30. Ef þið hafið áhuga þá fer skráning fram í versluninni Nálinni á Laugarvegi eða í gegnum netfangið nalin hja nalin punktur is.
 
Viðbótarnámskeið laugardaginn 9. febrúar 2008 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Sökum mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda viðbótarnámskeið í Nálinni laugardaginn 9. febrúar milli kl 3 og 6. Hafið samband í versluninni eða í gegnum netfangið nalin hja nalin . is til að skrá ykkur.
 
Námskeið í Nálinni 12. febrúar 2008 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Námskeið verður í Nálinni, Laugavegi, 12. febrúar 2008 frá kl 7 til 10. Kennt verður hvernig hægt er að prjóna tvo smærri hluti á einn langan hringprjón í stað þess að nota sokkaprjóna. Þessi aðferð er mjög vinsæl í Bandaríkjunum og gengur þar undir nafninu The Magic Loop, en hún hefur enn ekki náð fótfestu hér á Íslandi.

Mjög þægilegt er að nota þessa aðferð til að prjóna sokka og vettlinga, handstúkur og jafnvel ermar - en með því að prjóna báða hluti í einu losnarðu við það sem kallað hefur verið "seinni-sokka-syndrómið", þ.e. að seinni sokkurinn er annað hvort ekki prjónaður eða endar nokkuð ólíkur þeim fyrri. Báðir hlutirnir eru prjónaðir eins, umferð fyrir umferð og tilfinningin er jafnvel sú að það gangi fljótar að prjóna því báðir hlutirnir eru tilbúnir á sama tíma.

 
«ByrjaFyrra1234NæstaEndir»

Síða 4 af 4