Velkomin á heimasíðu Prjónakonunnar
23. júní 2008 - Netverslunin alveg að verða tilbúin Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Enn er eftir að klára nokkur atriði varðandi netverslunina en opnað hefur verið fyrir aðganginn að henni svo hægt sé að skoða hvað er í boði.

Takk fyrir biðlundina. Elín.

 
19. júní 2008 - Netverslunin Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Tafir hafa verið á því að netverslunin komist í gagnið en ég vonast til að allt verði klárt fyrir 23. júní 2008.

Ég get glatt ykkur með því að Knit Picks hefur aukið við vörufjöldann hjá sér og eru beinir prjónar og heklunálar úr birkinu væntanleg fljótlega. Einnig á ég von á hesputrjám og vírum til að nota þegar verið er að strekkja út blúnduprjón. Svo er aldrei að vita hvað fleira slæðist með, ég er með augun opin og alltaf að skoða hvað er til.

Elín

 
Prjónað á vegum úti - frábær þáttaka Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Frábær þáttaka var á fyrsta Prjónað á vegum úti deginum hér á Íslandi. Stór hópur safnaðist saman í Hallargarðinum í Reykjavík en einnig var haldið upp á hann í Vík í Mýrdal og á Vopnafirði.

Svo skemmtilega vildi til að dagurinn í ár var haldinn 14. júní sem er einmitt afmælisdagur Stephanie Pearl-McPhee, betur þekkt sem The Yarn Harlot í bloggheimum og varð hún fertug. Af því tilefni var tekin mynd með afmæliskvæðju til hennar og hún send - það er aldrei að vita hvort hún muni birtast á blogginu hennar næstu daga, en hér er hún fyrir okkur hin.

Happy Birthday Stephanie

Fréttafólk var á staðnum og kom smá klausa og myndir á mbl.is auk þess sem mynd og texti birtust á forsíðu Fréttablaðsins sunnudaginn 15. júní.  Ekki tókst þeim á Fréttablaðinu betur til en svo að textinn með myndinni eignar Nálinni heiðiurinn af samkomunni. Nálin, auk annarra garnbúða og prjónaklúbba, áframsendi auglýsingu um Prjónað á vegum úti daginn, en þetta er alþjóðlegur dagur og það erum við prjónafólk sem stóðum fyrir því að komið var saman í Hallargarðinum undir forystu Ilmar. Hins vegar stóður þær sig vel í Nálinni og gengu, ásamt viðskiptavinum, frá versluninni og í Hallargarðinn.

Hér eru myndir frá viðburðinum í Vík í Mýrdal.

Hér eru myndir á síðunni Prjóna.net

Svo er hægt að skoða myndir og fá upplýsingar um Prjónað á vegum úti daginn á heimasíðunni Wold Wide Knit In Public Day.

 
Prjónað á vegum úti 14. júní kl 14

Mig langar til að deila með ykkur eftirfarandi sem ég rakst á fyrir stuttu:

Góðan dag öll sömul, eftirfarandi er tilkynning um atburð sem mun eiga sér stað 14. júní n.k. Þann dag mun þjóðin gera sér grein fyrir hve prjón er raunverulega vinsælt, eða hvað? Kemur í ljós hve margir mæta og því um að gera að dreifa þessu til þeirra sem hafa áhuga.


Í Hallargarðinum, 14.júní, kl. 14:00 verður haldið upp á alþjóðlegan prjónadag og er allt áhugafólk um prjón velkomið. Stemningin mun markast af ykkar þátttöku svo endilega takið með teppi, nesti, prjónaverkefni eða aðra handavinnu og að sjálfsögðu góða skapið.
Þetta er í fjórða sinn sem haldið er upp á þennan dag en hann nefnist WORLD WIDE KNIT IN PUBLIC DAY upp á enskuna og var settur á laggirnar 2005. Í fyrra voru um 200 viðburðir um heim allan s.s. á Trafalgar Square, London, og við Eiffel turninn í París.

Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er formlega upp á þennan dag á Íslandi og þar sem prjónamenningin hefur gengið í endurnýjun lífdaga að þá má vænta þess að margir leggi leið sína í Hallargarðinn 14.júní n.k.
Hallargarðurinn varð fyrir valinu þar sem hann er almenningstaður, og snýst dagurinn um að prjóna í almenningsrými, og veitir jafnframt ágætis skjól og ekki má gleyma sparkvellinum-gamla hestagerðinu, en þar geta börnin verið í leikjum.

Ef veðrið verður slæmt að þá munum við að sjálfsögðu bara dreifa okkur á nærliggjandi kaffihús en þrátt fyrir skýjaðan himinn og rigningu að þá væri gaman að hittast fyrst í garðinum áður en haldið er annað svo við gerum okkur grein fyrir kraftinum í prjónafólki Íslands.

Þar sem dagurinn 14.júní er tileinkaður “prjóni á vegum úti” þá hvet ég ykkur öll til þess að flagga þessum lífstíl og koma fram í dagsljósið með þessa frábæru iðn sama hvort þið gerið það í Hallargarðinum eða annars staðar.
Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar, kv. Ilmur.

heimasíða KIP:
http://www.wwkipday.com/

p.s látið gott boð ganga :)

 
Fleiri námskeið væntanleg

Eftir að hafa fengið athugasemdir og ábendingar eftir síðustu námskeið tók ég þá ákvörðun að í framtíðinni verða námskeiðin kennd í tvennu lagi, 2 tímar í senn með viku millibili. Þannig eiga þau að nýtast betur.

Búið er að setja niður námskeið 13. og 21. maí, og svo 15. og 22. maí. Skráning fer fram í versluninni Nálinni eins og áður og fer kennslan fram þar líka.

 
Takk fyrir mig Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Námskeiðatörninni er lokið í bili og ég komin í smá frí. Þetta voru mjög ólíkir en skemmtilegir hópar sem ég var að kenna, og gaman að sjá hversu margir eru áhugasamir um The Magic Loop aðferðina til að prjóna tvo smærri hluti á einn langan hringprjón.

Ég fékk skemmtilegar athugasemdir og upp kom sú hugmynd að skipuleggja kaffihúsahitting þegar ég kem úr fríinu til að gefa þeim sem hafa verið á námskeiðinu tækifæri til að hittast aftur, sýna hvað þær hafa verið að gera og líka til að rifja aðeins upp ef eitthvað hefur gleymst í millitíðinni. Þangað til og auk þess er að sjálfsögðu tilvalið að kíkja í prjónakaffið sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir og er á kaffihúsinu Amokka í Kópavoginum fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Ég reyni alltaf að mæta þegar ég get og vil ég endilega hvetja þær ykkar sem hafa mætt á námskeiðin til að kíkja á mig og spjalla.

Það verða fleiri námskeið þegar ég kem úr fríinu, og hugsanlega eitthvað nýtt til að sýna og kenna.

 
Prjónarnir eru komnir Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Knit Picks prjónarnir eru komnir og verða fyrst um sinn eingöngu til sölu í Hannyrðaversluninni Nálinni, Laugavegi 8, 101 Reykjavík. Þegar innkaupakerfið verður komið í gagnið hér á síðunni verður hægt að kaupa Knit Picks prjónana í gegnum það og fá þá senda með pósti.
 
Loka viðbót við námskeiðin Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Síðustu tvö viðbótarnámskeiðin eru full, þriðjudaginn 5. febrúar 2008 milli kl 7 og 10 og laugardaginn 16. febrúar kl 3.30-6.30. Þetta eru síðustu viðbæturnar í þessarri lotu en námskeiðin munu að sjálfsögðu verða endurtekin í vor og haust.
 
«ByrjaFyrra1234NæstaEndir»

Síða 3 af 4